Frakkastígur 19 kominn í hús
Já, mikið rétt! Við Gústi fórum í gær og skrifuðum undir allskyns pappíra og hlustuðum á laga-og reglugerðaflóð og ýmislegt sem ég heyrði en skildi ekki alveg. Ætli ég sé ekki bara ljóska eftir all saman? Hann talaði líka ógurlega hratt, eins og hann vildi ekki að við skildum hann. Svo var gaurinn sem er að selja okkur bara ljúka þessu af. Ég er bara fegin að ég þarf ekki að sjá um neitt, Gústi er með greiðsluþjónustu sem sér um það. Já, börnin góð, nú á bankinn Sigrúnu Völu Þorgrímsdóttur og Þórgný Thoroddsen frá toppi til táar. Við byrjum að öllum líkindum að flytja eithvað smálegt um helgina , bækur og svoleðis. Svo erum við enn að leita að sófa, borðstofuborði og stólum og ýmsu smálegu. Við erum alveg til í að losa ykkur við ýmislegt sem íþyngir ykkur ;)
skrifað af Runa Vala
kl: 19:05
|